Brottfall laga á sviði menntamála
Þriðjudaginn 04. apríl 1989

     Þorv. Garðar Kristjánsson:
    Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. svar hans. Ég vil taka það fram að ég er honum sammála um að það ber að fara með gát í þessu efni að afnema lög og það sé betra að vangera eitthvað í þeim efnum en ofgera. En ástæðan til þess að ég spurði var sú að mér þótti það frekar með ólíkindum að ekki væri um fleiri lög að ræða heldur en hér eru upp talin. En ég vil ekki fullyrða um að svo hafi verið og síst eftir að menntmrh. segir að það hafi farið fram athugun um þetta mál.