Staðan í kjaramálum
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Þórhildur Þorleifsdóttir:
    Virðulegi forseti. Eins og reyndar hæstv. fjmrh. kallaði fram í háttaði svo til fyrir stundu að varaforseti lýsti því yfir að beðið væri eftir hv. 1. þm. Reykv. Friðrik Sophussyni. Í millitíðinni kom hv. 2. þm. Norðurl. e. Halldór Blöndal og sagði að það hefði orðið að samkomulagi milli sín og Friðriks Sophussonar að hann kæmi fram fyrir á mælendaskrá. Ég hygg að hæstv. forseta sé vel kunnugt um þá venju málshefjanda og ráðherra að doka gjarnan við þangað til aðrir hafa lokið máli sínu áður en þeir taka til máls og ljúka umræðu.