Vörsluskylda búfjár á Reykjanesskaga
Föstudaginn 14. apríl 1989

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Ég tel út af fyrir sig að sú regla sé ótvíræð að stjórnarfrumvörp njóti viss forgangs, en samt er það svo að það getur verið forvitnilegt að fá um það fréttir hvort vænta megi að tekin verði á dagskrá í dag mál sem hafa verið hér nokkuð lengi. Þar á ég við 6. og 7. málið sem hér eru á dagskránni. Ég vildi fá upplýsingar hjá forseta hvort vænta megi þess að það yrði tekið á dagskrá eða ekki.