Iðgjöld vegna bifreiðatrygginga
Mánudaginn 17. apríl 1989

     Skúli Alexandersson:
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. nefnd fyrir að hafa fjallað um þessa tillögu og reyndar fært hana í nýjan búning sem að sumu leyti ætti kannski að þjóna tilgangi hennar. En ég vil leggja áherslu á nú þegar ég vænti þess að till. verða samþykkt að ríkisstjórnin taki mið af því hver tillgr. var og verði fjallað um það á nokkuð markvissan hátt hvernig háttað er með tryggingagjöld bifreiða hér á landi.
    Svo vil ég líka þakka nefndinni og hv. þingi fyrir að samþykkja vonandi þessa tillögu án þess að nokkur nýr þingflokkur hafi verið stofnaður í sambandi við það.