Veiting ríkisborgararéttar
Miðvikudaginn 03. maí 1989

     Frsm. allshn. (Jón Helgason):
    Herra forseti. Allshn. hefur á ný tekið til athugunar frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar eftir að það hafði verið afgreitt frá hv. Nd. Þar hafði verið bætt inn nöfnum þriggja nýrra einstaklinga og fellst nefndin á þá breytingu. Jafnframt hefur allshn. Ed. ákveðið að flytja brtt. við frv. á ný á þá leið að við 1. gr. frv. bætist nýtt nafn: Karin Stross, afgreiðslustúlka í Reykjavík, fædd 28. maí 1965 á Íslandi. Eins og fram kemur í brtt. er Karen fædd hér á landi, hefur dvalist hér alla sína ævi, er gift Íslendingi og á hér börn. Allshn. leggur eindregið til að þessu nafni verði bætt inn nú við þessa umræðu.