Ástandið í framhaldsskólunum
Föstudaginn 05. maí 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Ég vil benda hv. þm. á að forseta er ómögulegt að lengja hálftímann meira en orðið er. Ég upplýsi að þegar eru 5 mínútur liðnar umfram hálftíma og ef forseti á að vera réttlátur og gera ekki upp á milli manna vil ég upplýsa að hingað til hefur verið reynt að standa við að í þessar umræður fari ekki nema hálftími. Ég harma það mjög ef þær ákvarðanir eiga að vera háðar dyntum hverju sinni og við það getur forseti náttúrlega ekki sætt sig. Þessari umræðu er lokið. ( HBl: Forseti lengdi umræðuna fyrir ráðherrana sína en ekki einstaka þingmenn sem höfðu áður beðið um orðið.) ( SighB: Alþingismenn eiga að fara eftir lögum sem þeir hafa sjálfir sett.) Já, forseti telur sig tilneyddan til þess að halda við þessa ákvörðun þar sem töluvert verk er óunnið á fundinum og síðan verða settir fundir í báðum deildum og ekki er unnt að riðla þeirri áætlun meira en orðið er.