Ástandið í framhaldsskólunum
Föstudaginn 05. maí 1989

     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Stjórn þingsins er óbreyttum þingmönnum oft mikil ráðgáta og í þessu tilfelli er það mikil ráðgáta að fá að vita það hvort sá sem óskaði eftir þessum umræðum óskaði eftir hálftíma eða hvort hæstv. forseti náðarsamlegast veitti hálftíma. Þetta segir nefnilega allmikið um viðhorf forseta til alvöru málsins eða viðhorf þess sem hóf umræðuna um alvöru málsins. En hér lá við að menntmrh. tæki heljarstökk í stólnum, svo reiður var hann þegar hann var stoppaður af í miðri ræðu.