Íslensk málnefnd
Föstudaginn 05. maí 1989

     Frsm. menntmn. (Eiður Guðnason):
    Herra forseti. Frv. það sem hér um ræðir miðar að því að styrkja og efla íslenska málnefnd. Á því voru gerðar nokkrar breytingar í Nd. frá því sem frv. hljóðaði frá því það var lagt fram, þ.e. það var fækkað nokkuð í nefndinni. Menntmn. þessarar hv. deildar hefur rætt málið á tveimur fundum og samdóma niðurstaða nefndarinnar er sú að leggja til að málið verði samþykkt óbreytt eins og það kom frá Nd. Nál. er að finna á þskj. 1052 og undir það rita allir nefndarmenn í hv. menntmn. þessarar deildar.