Staðgreiðsla opinberra gjalda
Miðvikudaginn 10. maí 1989

     Forseti (Hjörleifur Guttormsson):
    Forseti gat þess snemma í þessari umræðu að þegar þeir hefðu talað sem þá voru á mælendaskrá, fimm hv. ræðumenn, mundi umræðunni verða frestað. Það eru enn menn á mælendaskrá. Það var áform forseta að taka fyrir annað dagskrármálið með samkomulagi við þingdeildina sem er þjóðarbókhlaða og endurbætur menningarbygginga. Þar liggur fyrir brtt. og óskað hafði verið eftir því af flm. að hæstv. menntmrh. væri viðstaddur. Hann hefur verið til reiðu til að vera viðstaddur þá umræðu hér. Sú er ástæðan fyrir því að forseti hugðist fresta þesari umræðu nú um sinn og taka fyrir 2. dagskrármálið.