Réttur til fiskveiða í landhelgi Íslands
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Forseti (Hjörleifur Guttormsson):
    Forseti vill taka fram að stefnt er að því að halda áfram dagskrá sem fyrir liggur og síðan verða atkvæðagreiðslur og síðan er stefnt að því að setja nýjan fund. Það verður reynt að komast hjá kvöldfundi, en það er undir samvinnu hv. þm. komið hvernig til tekst. Það eru að sjálfsögðu ekki nein tilmæli um það að menn hverfi frá því að mæla hér sem hvern listir, en forseti vildi taka þetta fram til að menn vissu að hverju stefnt er. Það kann að vera að haldið verði áfram fram undir kl. 8 eða svo í von um að ekki þurfi að halda kvöldfund.