Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins
Fimmtudaginn 18. maí 1989

     Matthías Bjarnason:
    Hæstv. forseti. Ég held að eðlilegt sé að leita afbrigða og síðan getur komið beiðni um það að fresta umræðu. Mér finnst að það hafi verið fullfljótt upp staðið, enda órói orðinn nokkur í salnum. Hins vegar finnst mér allóeðlilegt ef það er ætlunin að ljúka þingi fljótlega að biðja um frestun á umræðu. En ég sé enga ástæðu til þess að synja um frestun til morguns ef þingið á að vera eitthvað fram eftir sumri.