Tekjustofnar sveitarfélaga
Föstudaginn 19. maí 1989

     Frsm. félmn. (Jón Sæmundur Sigurjónsson):
    Virðulegi forseti. Ég hef verið beðinn af hv. 5. þm. Vestf. að taka afstöðu til þess sem formaður félmn. hvernig túlka beri það ákvæði, sem lagt er til í frv., að starfsemi sláturhúsa verði undanþegin aðstöðugjaldi. Ég tel eindregið að túlka beri þetta ákvæði mjög þröngt, þ.e. miða við þá hefðbundnu starfsemi sláturhúsa að slátra búfé og nautgripum og eðlilega starfsemi í framhaldi af því sem varðar slátrunina sjálfa. Það væri t.d. hugsanlegt að sláturhús tækju upp kjötvinnslu í framhaldi af slátruninni. Ég tel eindregið að það sé ekki átt við þess konar starfsemi með þessari undanþágu þannig að einungis væri hér um að ræða hefðbundna starfsemi sláturhúsa.