Framvinda þingfundar
Föstudaginn 19. maí 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna þessara orða vill forseti upplýsa að það er ekki í hans verkahring að ákveða hver eru meginmál þingsins og hver ekki. ( GHG: Þetta er grundvallaratriði íslensks atvinnulífs.) Forseti hefur enga skoðun á því að þessi mál séu grundvallaratriði umfram önnur mál. Nægir að minna á umræður sem farið hafa fram í þingsölum um menningarmál sem forseti telur líka grundvallarmál. En forseti hefur ekkert leyfi til að hafa séróskir í því sambandi né heldur aðrir þingmenn og forseti gerir ekki upp á milli þingmála á nokkurn hátt.