Málefni aldraðra
Laugardaginn 20. maí 1989

     Karl Steinar Guðnason:
    Herra forseti. Ég vil geta þess að það var í Nd. sem þau ummæli féllu að þessu hefði verið smyglað inn í frumvarpið og í fjölmiðlum líka. Ég var að vísa til þeirra þátta. Ég endurtek að ég tel að öll þjóðin nema einhverjir einstakir sérvitringar hefðu verið mjög sáttir við að greiða meira til Framkvæmdasjóðs aldraðra vegna þess að menn þekkja svo vel vandamálið, af því að menn eru svo sammála því að vandamálið er stórt, af því að menn eru svo sammála um að það þurfi að gera betur.