Þinglausnir
Laugardaginn 20. maí 1989

     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir hlýjar óskir í garð okkar þingmanna og fjölskyldna okkar. Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í sölum Sþ. nú í vetur og hefur því oft reynt á hæstv. forseta í vandasömu starfi. Á síðasta ári varð sá áfangi á þessu elsta þjóðþingi heimsins að kona settist í stól forseta Sþ. Hæstv. forseti hefur því í vetur gegnt brautryðjandastarfi og vil ég fyrir hönd okkar þingmanna þakka henni fyrir líflega og röggsama fundarstjórn á þessu þingi. Þá vil ég einnig nú við þinglok óska henni og fjölskyldu hennar góðs og gjöfuls sumars.
    Enn fremur færi ég skrifstofustjóra Alþingis og öllu öðru starfsfólki hér þakkir okkar þingmanna fyrir ómetanleg og vel unnin störf í þágu þingsins, ekki síst nú síðustu vikurnar í þeim önnur sem ríkt hafa. Það er von mín að sumarið verði sú endurnæring sem við þörfnumst eftir óvenjulangan og harðan vetur og við hittumst heil á hausti komanda.
    Vil ég biðja hv. þm. að taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]