Ferill 10. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 10 . mál.


Sþ.

10. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um undirbúning að nýju álveri við Straumsvík.

Frá Kristínu Einarsdóttur.



1.     Hvaða fyrirtæki taka þátt í hagkvæmnikönnun á nýju álveri við Straumsvík (ATLANTAL-verkefninu)?
2.     Hvað er gert ráð fyrir að athugun þessi kosti og hver greiðir þann kostnað?
3.     Hvaða verktakar vinna að hagkvæmniathuguninni, hvenær er þeim gert að skila niðurstöðum og hvenær er gert ráð fyrir að niðurstaða ATLANTAL-hópsins liggi fyrir?
4.     Hvers eðlis er þátttaka íslenskra stjórnvalda og annarra innlendra aðila í hagkvæmniathuguninni?
5.     Hvaða skuldbindingar liggja fyrir milli aðila vegna þessa verkefnis og hugsanlegs framhalds?
6.     Hver er áætluð framleiðslugeta álbræðslunnar fullbyggðrar á ári? Út frá hvaða áfangaskiptingu er gengið varðandi byggingu hennar og hvernig eru einstakir áfangar tímasettir?
7.     Hvaða mengunarvarnarkröfur eru settar sem forsendur í athuguninni? Óskað er eftir að mengunarvarnir séu greindar eftir eðli mengunar.
8.     Hver er áætluð raforkuþörf álbræðslunnar og hvaða raforkuver er lagt til grundvallar í hagkvæmniathuguninni? Hvernig er það verð rökstutt?
9.     Hvaða skattgreiðslum og öðrum gjöldum er gert ráð fyrir frá álbræðslunni til íslenska ríkisins og annarra aðila hérlendis í forsendum hagkvæmniathugunarinnar?
10.     Hvað er gert ráð fyrir miklum mannafla við byggingu
    a.     álbræðslu,
    b.     virkjana,
    svo og við starfrækslu álbræðslunnar eftir að hún tæki til starfa?
11.     Hvenær og í hvaða formi mundu frumvörp um hugsanlega álbræðslu og tengdar virkjanir verða lögð fyrir Alþingi?

    Óskað er eftir að samningur sá sem íslensk stjórnvöld gengu frá við hin erlendu fyrirtæki 4. júlí 1988 verði birtur sem fylgiskjal með svari við þessari fyrirspurn.



Skriflegt svar óskast.