Ferill 17. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 17 . mál.


Sþ.

17. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tekjuskatt ríkisstarfsmanna.

Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur.



1.     Hver var hlutdeild opinberra starfsmanna, a) karla, b) kvenna, í tekjuskatti og útsvari samkvæmt álagningu 1985 og 1986?
2.     Hver var hlutdeild ríkisstarfsmanna í BHMR, ríkisstarfsmanna í BSRB og bæjarstarfsmanna í BSRB í tekjuskatti og útsvari launamanna samkvæmt álagningu 1985 og 1986, skipt eftir kynjum?
3.     Hver er áætluð hlutdeild launamanna, a) karla, b) kvenna, skv. 2. tölul. að ofan í tekjuskatti og útsvari launamanna við álagningu 1988 samkvæmt nýjum skattalögum?



Skriflegt svar óskast.