Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 76 . mál.


Sþ.

78. Beiðni um skýrslu



frá menntamálaráðherra um stöðu list- og verkmenntagreina, heimilisfræða og íþróttakennslu í skólum landsins og um

Frá Þórhildi Þorleifsdóttur, Danfríði Skarphéðinsdóttur, Guðrúnu Agnarsdóttur,


Kristínu Einarsdóttur, Kristínu Halldórsdóttur, Málmfríði Sigurðardóttur,


Guðrúnu Helgadóttur, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og Margréti Frímannsdóttur.



    Með vísun til 30. gr. þingskapa óskum við undirritaðir alþingismenn eftir því að menntamálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um stöðu list- og verkmenntagreina, heimilisfræða og íþróttakennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins og menntun kennara í þessum greinum. Í skýrslunni verði leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
1.     Hve margar kennslustundir á viku eru ætlaðar fyrir þessar greinar í núgildandi viðmiðunarstundaskrá?
2.     Kennslustundir á viku ná ekki tilskildum fjölda samkvæmt núgildandi viðmiðunarstundaskrá, hverjar eru helstu orsakir (þ.e. kennaraskortur, húsnæði, fámenni o.s.frv.)?
3.    Hvernig er staða ofangreindra námsgreina miðað við aðrar helstu námsgreinar, bæði hvað varðar stundafjölda samkvæmt núgildandi viðmiðunarstundaskrá og frávik frá henni?
4.    Hversu margir kennarar, sem stunda kennslu í fyrrgreindum greinum, eru réttindalausir?
5.    Hve mörg stöðugildi eru ætluð fyrir kennslu í fyrrgreindum greinum?
6.    Hve mörg stöðugildi í fyrrgreindum greinum eru ómönnuð?
    Svör við þessum spurningum óskast sundurliðuð eftir:
. a.    fræðsluumdæmum,
. b.    greinum,
. c.    aldri (bekk),
. d.    grunnskólum,
. e.    framhaldsskólum.
    Einnig komi fram í skýrslunni hvernig menntun kennara í fyrrgreindum greinum er háttað:
a.    hvaða skólar annast þá menntun,
b.    hverjar breytingar hafa orðið sl. 10 ár (þ.e. hvort menntunarkröfur hafa breyst milli skóla, breytingar orðið á námsskrá, undirbúningsmenntun breyst eða aðrar breytingar orðið á námstilhögun),
c.    hve margir kennarar hafa útskrifast á sl. 10 árum, sundurliðað eftir greinum og árum.
    Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á Alþingi fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna.

Alþingi, 2. nóv. 1988.



Þórhildur Þorleifsdóttir.

Kristín Einarsdóttir.

Guðrún Helgadóttir.



Danfríður Skarphéðinsdóttir.

Kristín Halldórsdóttir.

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.



Guðrún Agnarsdóttir.

Málmfríður Sigurðardóttir.

Margrét Frímannsdóttir.




    Til forseta sameinaðs Alþingis, Alþingi.