Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 8 . mál.


Ed.

209. Breytingartillögur



við frv. til l. um efnahagsaðgerðir.

Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur, Halldóri Blöndal og Eyjólfi Konráð Jónssyni.



1.     Á eftir 9. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
. a.     (10. gr.)
..      Stofna skal hlutafjársjóð við Byggðastofnun. Skal hann afla tekna með sölu aðildarbréfa og skal ríkissjóður tryggja verðbætt nafnvirði þeirra án vaxta fyrir allt að 600 millj. kr.
..      Hlutafjársjóður skal hafa sjálfstæðan fjárhag.
. b.     (11. gr.)
..      Hlutafjársjóður skal kaupa hlutabréf í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Hlutabréfin skulu boðin til sölu eigi síðar en fjórum árum eftir að þau eru keypt og skal starfsfólk fyrirtækis eða fyrirtækið njóta forkaupsréttar.
..      Aðildarbréf skulu ætíð skráð á nafn og geta gengið kaupum og sölum.
..      Hlutafjársjóði skal tilkynnt um eigendaskipti aðildarbréfa.
..      Hlutafjársjóður gefur reglulega út gengi á aðildarbréfum.
2.     Á undan 10. gr. komi ný grein svohljóðandi:
.      Í hverju kjördæmi landsins skal starfa atvinnumálanefnd. Hver atvinnumálanefnd skal skipuð fimm fulltrúum, tveimur tilnefndum af Alþýðusambandi Íslands, tveimur af Vinnuveitendasambandi Íslands og formanni tilnefndum af ríkisstjórninni. Atvinnumálanefndir skulu fylgjast með atvinnuástandi og þróun atvinnumála á starfssviði sínu og vera stjórn Byggðastofnunar til ráðuneytis um verkefni sjóðsins.