Ferill 6. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 6 . mál.


Sþ.

249. Nefndarálit



um till. til þál. um umhverfisfræðslu.

Frá félagsmálanefnd.



    Fyrir nefndinni lágu umsagnir um sama mál, sem flutt var á síðasta þingi, frá Kennarasambandi Íslands, Hinu íslenska kennarafélagi og fræðslustjórum Vesturlands, Vestfjarða og Suðurlands þar sem jákvætt er tekið undir efni tillögunnar.
    Á fund nefndarinnar komu frá Náttúruverndarráði Þóroddur Þóroddsson framkvæmdastjóri og Sigurður Á. Þráinsson líffræðingur og frá menntamálaráðuneytinu Þorvaldur Örn Árnason námsstjóri. Lögðu þessir aðilar fram skriflegar álitsgerðir þar sem hvatt er til aðgerða á sviði umhverfisfræðslu.
    Málið var rætt á fjórum fundum og varð nefndin sammála um að leggja til að tillagan verði samþykkt með breytingu sem flutt er á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 15. des. 1988.



Hjörleifur Guttormsson,

Eiður Guðnason,

Guðmundur Ágústsson.


form., frsm.

fundaskr.



Birgir Ísl. Gunnarsson.

Hreggviður Jónsson.

Þórhildur Þorleifsdóttir.



Alexander Stefánsson.