Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 8 . mál.


Nd.

294. Breytingartillögur



við frv. til l. um efnahagsaðgerðir.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (PP, GGÞ, ÁrnG, RA).



1.     Við 4. gr. Fyrstu tveir málsliðir greinarinnar orðist svo:
.      Forsætisráðherra skipar átta menn í stjórn Atvinnutryggingarsjóðs, þar af þrjá að höfðu samráði við formenn þingflokka. Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og viðskiptaráðherra tilnefna hver um sig einn stjórnarmann. Forsætisráðherra skipar formann án tilnefningar.
2.     Við 5. gr. Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar sem orðist svo:
.      Stofnfé Atvinnutryggingarsjóðs skal vera 1.000 millj. kr. Skal ríkissjóður leggja sjóðnum til 600 millj. kr. sem koma til lækkunar á framlagi ríkissjóðs til Atvinnuleysistryggingasjóðs, skv. 15. gr. laga nr. 64 2. júní 1981, vegna tímabilsins 1. júlí 1988 til 30. júní 1990. Jafnframt skal ríkissjóður leggja Atvinnutryggingarsjóði til 400 millj. kr. á árunum 1989 og 1990.
.      Ríkissjóður ábyrgist að eftir 1. júlí 1990 renni til Atvinnuleysistryggingasjóðs auk reglulegra framlaga 10. hluti af endurgreiðslum lána sem Atvinnutryggingarsjóður hefur veitt þar til 600 millj. kr. er náð.
3.     Á eftir 8. gr. komi þrjár nýjar greinar sem orðist svo:
. a.     (9. gr.)
..      Við Byggðastofnun skal starfa hlutafjársjóður. Hann skal afla fjár með sölu hlutdeildarskírteina og skal ríkissjóður tryggja verðbætt nafnvirði þeirra án vaxta fyrir allt að 600 millj. kr. Hlutafjársjóður Byggðastofnunar skal hafa sjálfstæðan fjárhag og lúta stjórn þriggja manna sem skipaðir eru af forsætisráðherra.
. b.     (10. gr.)
..      Hlutafjársjóði Byggðastofnunar er heimilt að kaupa hlutabréf í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Ríkissjóður getur einnig selt hlutafjársjóðnum hlutafjáreign sína í fyrirtækjum ef ástæða þykir til. Hlutabréf sem sjóðurinn kann að eignast skulu boðin til sölu eigi síðar en fjórum árum eftir að þau eru keypt og skal starfsfólk og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem í hlut á, njóta forkaupsréttar. Hlutdeildarskírteini í hlutafjársjóðnum skulu ætíð skráð á nafn og geta gengið kaupum og sölum. Hlutafjársjóðnum skal tilkynnt um eigendaskipti á hlutdeildarskírteinum. Hlutafjársjóðurinn skal gefa reglulega út gengi á hlutdeildarskírteinum.
. c.     (11. gr.)
..      Stofna skal hinn 1. jan. 1991 atvinnutryggingardeild við Byggðastofnun sem hafi það markmið að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagingu, meiri háttar skipulagsbreytingar, samruna fyrirtækja og annað það sem til hagræðingar horfir. Deildin skal bera sjálfstæðan fjárhag og tekur hún á stofndegi við eignum og skuldbindingum Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina.
4.     Við 9. gr., er verði 12. gr. Greinin orðist svo:
.      Forsætisráðherra setur með reglugerð nánari reglur um Atvinnutryggingarsjóð, atvinnutryggingardeild og hlutafjársjóð Byggðastofunar, sbr. 3.–11. gr. laga þessara.