Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 189 . mál.


Nd.

341. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá Hreggviði Jónssyni og Albert Guðmundssyni.



    Við 19. gr. bætist tvær nýjar málsgreinar svohljóðandi:
    Eignarskattur manna af eigin íbúðarhúsnæði reiknast, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., þannig: Af fyrstu 5.000.000 kr. af eignarskattsstofni greiðist enginn skattur. Af eignarskattsstofni af eigin íbúðarhúsnæði umfram 5.000.000 kr. greiðist 0,95%.
    Eignarskattsstofn af íbúðarhúsnæði um allt land skal reiknaður eins og hann sé miðaður við endurstofnverð íbúðar eða húss.