Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 220 . mál.


Sþ.

400. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um ráðstafanir varðandi loðdýrarækt.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



1.     Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnvalda til þess að bregðast við vanda loðdýraræktar í landinu?
2.     Hvað hyggst ríkisstjórnin gera á næstunni til þess að treysta rekstrargrundvöll loðdýraræktar?
3.     Hver er afstaða ráðherra til þess að viðmiðunarbústærð við lánveitingar úr Stofnlánadeild verði aukin?
4.     Mun ráðherra beita sér fyrir því að Framleiðnisjóður greiði styrki vegna búháttabreytinga úr refarækt í minkarækt að fullu á árinu 1989?