Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 235 . mál.


Sþ.

440. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um samræmt kerfi fyrir fasteignamat og brunabótamat.

Frá Alexander Stefánssyni.



1.     Hvenær má vænta ákvörðunar stjórnvalda um að samræma matskerfi Fasteignamats ríkisins og brunabótamats samkvæmt tillögum stjórnskipaðrar nefndar frá 9. ágúst 1983 sem skilaði skýrslu, tillögum og frumvörpum í árslok 1985 og þáverandi ríkisstjórn skipaði sérstakri nefnd að undirbúa í framkvæmd?
2.     Hvað líður undirbúningi sjálfstæðrar fagstofnunar, er annist bæði fasteignamat, brunabótamat og viðlagamat, auk annarra matsstarfa, sem samkvæmt tillögum sömu nefndar er lagt til að taki til starfa árið 1990?