Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 221 . mál.


Sþ.

471. Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Skúla Alexanderssonar o.fl. um þorskveiði og úthlutun á þorskkvóta.

    Upplýsingar þær, sem hér birtast, eru unnar úr gögnum sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskifélags Íslands. Úthlutaður þorskafli er miðaður við þorskaflamark allra skipa 10 brl. og stærri burtséð frá því hvort valið hefur verið botnfiskveiðileyfi með afla- eða sóknarmarki fyrir viðkomandi ár. Þetta er í samræmi við 11. gr. laga nr. 3 8. janúar 1988, um stjórn fiskveiða 1988–1990, og samsvarandi ákvæði í eldri lögum. Allar upplýsingar eru miðaðar við skráða heimahöfn fiskiskips eins og hún var í lok hvers árs. Afli báta minni en 10 brl. fyrir árið 1988 er vanmetinn þar sem upplýsingar um afla þeirra liggja einungis fyrir fram í miðjan nóvember.
    Gögn um úthlutað aflamark eru ekki til á tölvutæku formi fyrir árin 1984 og 1985. Það veldur því að ósamræmi getur skapast varðandi upplýsingar um úthlutun til bátaflotans milli einstakra svæða þessi tvö ár. Þetta misræmi ætti þó að vera hverfandi.
    (Allar tölur í töflum eru miðaðar við óslægðan fisk.)


Repró í Gutenberg.