Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 276 . mál.


Sþ.

493. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um tómstunda- og félagsstarf í grunnskólum.

Frá Þórhildi Þorleifsdóttur.



1.     Hafa skólastjórar grunnskóla gert fræðslustjórum grein fyrir hvernig tómstunda- og félagslífi var varið í skóla þeirra á skólaárinu 1987–88 skv. 4. mgr. 43. gr. grunnskólalaga?
2.     Ef svo er, hverjar eru helstu niðurstöður?
3.     Ef svo er ekki, hvenær var slíkum skýrslum skilað síðast og hverjar voru helstu niðurstöður þá?
4.     Hversu miklu fé er ætlað til tómstunda- og félagsstarfs á nemenda ár hvert?
5.     Hverjir annast sérstaklega þennan þátt skólastarfsins og hvaða menntun hafa þeir?