Ferill 331. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 331 . mál.


Nd.

600. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 9/1984, um frádrátt af skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, með

Flm.: Friðrik Sophusson, Matthías Bjarnason, Geir H. Haarde,


Birgir Ísl. Gunnarsson, Kristinn Pétursson.



1. gr.

    Hámarksfjárhæðir í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna, sbr. lög nr. 88/1986, breytist þannig að í stað „45.900 kr.“ komi: 250.000 kr. og í stað „91.800 kr.“ komi: 500.000 kr.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt í tengslum við tillögu til þingsályktunar á þingskjali 599 um að örva viðskipti á hlutabréfamarkaði. Vísað er til greinargerðar með tillögunni.
    Tilgangurinn með hækkun þessa frádráttar, sem mun nú vera 72.000 kr. og 144.000 kr., er að auðvelda fyrirtækjum að byggja upp eigið fé, en skortur eigin fjár í fyrirtækjum stendur atvinnurekstri hér á landi fyrir þrifum.
    Hér á eftir er birt tafla yfir fjölda framteljenda sem hafa hagnýtt sér frádráttarheimildina og fjárhæðir þær sem um er að ræða. Miðað er við álagningarár þannig að fjárfestingin hefur átt sér stað árið áður. Fjárhæðirnar eru ekki sundurliðaðar eftir því hvort um er að ræða innborganir á stofnreikninga eða hlutabréfakaup. Samdrátturinn á álagningarárinu 1988 stafar af „skattlausa“ árinu 1987. Í aftasta dálk hafa fjárhæðir verið færðar til verðlags í júlí 1988 á grundvelli breytinga á lánskjaravísitölu frá júlí þess árs sem fjárfest var.
                   Fjárhæð    Fjárhæð á
    Ár         Fjöldi    í krónum    föstu verðlagi
    1985     936    24.466.534    58.362.000
    1986     913    37.881.883    69.268.000
    1987     1302    64.506.170    94.974.000
    1988     244    15.975.197    19.995.000