Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 382 . mál.


Sþ.

720. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um lögreglurannsókn hjá búfjáreigendum.

Frá Auði Eiríksdóttur.



1.     Hvaða ástæður lágu til þess að landbúnaðarráðuneytið fékk dómsmálaráðuneytið til að láta gera lögreglurannsókn á fjölda búfjár í landinu?
2.     Ef búfjáreigandi neitar löggæslumanni um aðgang að húsum sínum, verður þá óskað eftir úrskurði um húsleit?
3.     Verður þessi lögreglurannsókn framkvæmd í þéttbýli eins og í strjálbýli?
4.     Ef rökstudd ástæða er fyrir hendi um að láta fara fram búfjártalningu um allt land, hefði þá ekki verið viðkunnanlegra að landbúnaðarráðuneytið skrifaði öllum sveitarstjórnum bréf þess efnis að þær tilnefndu mann sem framkvæmdi slíka talningu með forðagæslumanni eða forðagæslumönnum heldur en að framkvæma slíka talningu með löggæslumönnum?
5.     Er ekki hætt við að forðagæslumenn og bændur telji að þessi lögreglurannsókn feli í sér vantraust á þá?