Ferill 312. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 312 . mál.


Ed.

997. Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og mælir með samþykkt þess með breytingartillögum sem fluttar eru á sérstöku þingskjali.
    Til viðræðna við nefndina um frumvarpið komu eftirtaldir: Halldór Jón Kristjánsson og Páll Líndal frá iðnaðarráðuneytinu, Guðjón Jónsson, starfsmaður endurvinnslunefndar, Ingimar Sigurðsson frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Ágúst Þór Jónsson verkfræðingur, Ólafur Davíðsson frá Félagi íslenskra iðnrekenda og Ásgeir Einarsson frá Sindrastáli.
    Júlíus Sólnes var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. apríl 1989.



Karl Steinar Guðnason,

Jón Helgason.

Þorv. Garðar Kristjánsson.


form., frsm.



Ey. Kon. Jónsson.

Margrét Frímannsdóttir.

Stefán Guðmundsson.