Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 470 . mál.


Sþ.

1080. Breytingartillögur



við till. til þál. um heimild til handa forsetum Alþingis að ganga til samninga um kaup á Hótel Borg.

Frá meiri hl. fjárveitinganefndar (SighB, MF, ÓÞG, JSS, ÓÞÞ).



1.     Tillgr. orðist svo:
.      Alþingi ályktar að heimila forsetum Alþingis að ganga til samninga um kaup á Hótel Borg eða öðru húsnæði í næsta nágrenni við Alþingishúsið, ef hagkvæmara þykir, og láta gera nauðsynlega lagfæringu á húseigninni ef af kaupunum verður.
.      Við ákvörðun um kaup og umfang endurbóta á húsnæði skal hafa samráð við fjárveitinganefnd.
2.     Fyrirsögn till. verði:
.      Till. til þál. um heimild til handa forsetum Alþingis að ganga til samninga um kaup á Hótel Borg eða öðru húsnæði í næsta nágrenni Alþingishússins ef hagkvæmara þykir.