Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 499 . mál.


Nd.

1271. Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir vegna kjarasamninga.

Frá Matthíasi Bjarnasyni.



1.     Við 1. gr. Síðasta málsgrein orðist svo:
.      Lán skv. 1. mgr. þessarar greinar skal undanþegið stimpilgjaldi og greiðist úr ríkissjóði.
2.     Við 2. gr. bætist:
.      Endurgreiða skal gjald af erlendum lánum sem tekin hafa verið fyrir gildistöku laga þessara en hafa þá ekki verið endurlánuð.
3.     Við 4. gr. Upphaf greinarinnar orðist svo:
.      Eftirtalin tollskrárnúmer falla brott úr a-lið 3. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald, sbr. 1. gr. laga nr. 95/1988.
4.     Við bætist ný grein er verði 9. gr. og orðist svo:
.      Hámarksfjárhæðir í 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, sbr. lög nr. 88/1986, breytist þannig að í stað „45.900 kr.“ komi: 250.000 kr. og í stað „91.800 kr.“ komi: 500.000 kr.
5.     Við bætist ný grein er verði 10. gr. og orðist svo:
.      Við 10. gr. laga nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr. og hljóðar svo:
.      Fjárhæð umfram frádráttarmörk, sem lögð er í hlutafjáraukningu í hlutafélagi eða lögð til hlutafjárkaupa við stofnun hlutafélags, er heimilt að flytja og nýta á tveimur næstu árum. Ónýtt frádráttarheimild tekur hækkunum með sama hætti og fjárhæðir skv. 2. gr.
6.     Við bætist ný grein er verði 11. gr. og orðist svo:
.      Á eftir fyrri málsgrein 11. gr. laga nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, komi ný málsgrein er verði 3. mgr. og hljóði svo:
.      Þegar um er að ræða útboð nýs hlutafjár í starfandi hlutafélagi og engar hömlur eru lagðar á viðskipti með hin nýju hlutabréf skal frádráttur skv. 10. gr. heimill þótt ekki sé fullnægt skilyrðum um lágmarksfjárhæð hlutafjár og lágmarksfjölda hluthafa.