Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 499 . mál.


Nd.

1291. Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstafanir vegna kjarasamninga.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund til viðræðna um málið Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, Bjarna Braga Jónsson aðstoðarseðlabankastjóra, Árna Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Guðlaug Stefánsson frá Landssambandi iðnaðarmanna.
    Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt. Nefndin sem heild flytur hins vegar á sérstöku þingskjali fjórar breytingartillögur. Fyrsta breytingin er við 4. gr. frumvarpsins og felur í sér að fleiri tollskrárnúmer verði undanþegin vörugjaldi. Önnur breytingin varðar tekjuskatts- og eignarskattslögin og felur í sér þá breytingu að við álagningu eignarskatts skuli skipta eignarskattsstofni eftirlifandi maka sem situr í óskiptu búi og reikna eignarskatt hans eins og hjá hjónum væri næstu fimm ár eftir lát maka. Þriðja breytingin er vegna síðastnefndu breytingarinnar og felur í sér að ákvæðin skuli koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 1989. Fjórða breytingin er bráðabirgðaákvæði sem felur í sér að við gildistöku laganna verði fjármálaráðherra heimilt að fella niður vörugjald og jöfnunargjald á aðföngum til fiskeldis- og loðdýraræktar.
    Stefán Valgeirsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 19. maí 1989.



Páll Pétursson,

Guðmundur G. Þórarinsson,

Matthías Bjarnason,


form.

frsm.

með fyrirvara.



Ragnar Arnalds.

Jón Sæmundur Sigurjónsson.