Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Þriðjudaginn 10. október 1989


     Aldursforseti (Stefán Valgeirsson):
    Borist hafa þrjú bréf um forföll aðalmanna nú við þingbyrjun. Hið fyrsta er dags. 7. okt. 1989 og er svohljóðandi:

    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Einar Kr. Guðfinnsson útgerðarstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þorv. Garðar Kristjánsson,

4. þm. Vestf.


Til forseta sameinaðs Alþingis.``

    Einar Kr. Guðfinnsson hefur áður tekið sæti á Alþingi sem varamaður og býð ég hann velkominn til starfa.

    Annað bréfið er dags. 9. okt. 1989 og hljóðar á þessa leið:

    ,,Samkvæmt beiðni Valgerðar Sverrisdóttur, 5. þm. Norðurl. e., sem vegna barnsburðar getur ekki sinnt þingstörfum á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi, Öngulsstöðum, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar.

Páll Pétursson,

1. þm. Norðurl. v.


Til forseta sameinaðs Alþingis.``

    Jóhannes Geir Sigurgeirsson hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili sem varamaður og býð ég hann velkominn til starfa.

    Þriðja bréfið er dags. 9. okt. 1989 og er svohljóðandi:

    ,,Samkvæmt beiðni Halldórs Ásgrímssonar sjútvrh., sem verður fjarverandi í opinberum erindum á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri á Seyðisfirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.

Páll Pétursson,

1. þm. Norðurl. v.


Til forseta sameinaðs Alþingis.``

    Jónas Hallgrímsson hefur áður tekið sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili sem varamaður og býð ég hann

velkominn til starfa.

    Nú verður þessum fundi frestað til morguns. Fundurinn hefst kl. 2 síðdegis.