Lánsfjárlög 1990
Þriðjudaginn 31. október 1989


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Herra forseti. Ég fer fram á að það verði litið svo á að hv. 3. þm. Vestf. hafi gert hlé á ræðu sinni og þessari umræðu verði frestað þannig að hann geti aflað sér þeirra gagna sem hann telur nauðsynlegt til þess að umræðan geti haldið áfram. Ég geri ekki ráð fyrir því að nokkur hér inni hafi á móti því að umræðan geti haldið áfram á eðlilegum fundartíma á morgun. Það getur ekki verið. Það er ekkert í húfi í sambandi við vinnubrögð þingsins þó þingmenn fái þetta svigrúm úr því sem komið er.
    Það var á valdi ríkisstjórnar hvenær lánsfjárlög voru lögð fram og ríkisstjórn hefur hagað málum þannig að 1. umr. um þau getur ekki farið fram fyrr en nú á síðasta degi októbermánaðar. Mér finnst, eins og orð hæstv. ráðherra féllu, eðlilegt og sjálfsagt að verða við beiðni hv. þm. og vil beina því til hæstv. forseta að verða við þessari beiðni. Ég veit að hæstv. ráðherra mun bregðast vel við þessu og þannig liðka fyrir góðum vinnubrögðum og góðum anda hér í deildinni.