Lánsfjárlög 1989
Þriðjudaginn 31. október 1989


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Það er fróðlegt að fá það fram í fyrsta lagi að hugmyndin sé að skila fénu þegar í stað til Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina. Í öðru lagi vekur það athygli, eins illa og hefur til tekist með þau lán sem þessi sjóður hefur fengið í gegnum Seðlabankann á þessu ári, að hæstv. fjmrh. sér ástæðu til þess að hafa þennan háttinn á, og verður auðvitað fróðlegt að fá skýringar Seðlabankans á því hvernig á því geti staðið að þeir hafi fengið svo óhagkvæmt lán fyrir Atvinnutryggingarsjóð útflutningsgreina á þessu ári.