Greiðslur til framfærenda fatlaðra
Fimmtudaginn 09. nóvember 1989


     Stefán Valgeirsson:
    Virðulegi forseti. Þetta er mjög erfitt mál og því miður er framkvæmdin á þann veg, eins og hæstv. ráðherra sagði, að þetta er túlkað þröngt og útkoman er sú að menn búa ekki við svipaðar greiðslur þó þeir séu með fötluð eða þroskaheft börn. Ég hygg að það sé mesti munur á þessu víða út um land. Þetta er mál sem þarf að athuga mjög vel og ég vonast til þess að hæstv. ráðherra reyni að kynna sér hvernig þetta er hjá svæðisstjórnunum. Þær eiga að vita þetta. Ég veit um svona tilvik, fólk sem hefur komið til mín, og það er mjög illt undir því að búa að þegnunum sé þannig mismunað eftir því hvar þeir búa á landinu.