Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 22. nóvember 1989


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég er meira en reiðubúinn að finna tíma í næstu viku til þess að halda þessari umræðu áfram. Það er hins vegar hugsanlegt að ég þurfi að vera bundinn í annarri deild á þessum tíma nákvæmlega sem hv. þm. Friðrik Sophusson nefndi, en ég er viss um að við getum í góðri samvinnu við forseta fundið tíma fljótlega til þess að halda þessari umræðu áfram. Ég hef mikinn áhuga á því máli.