Virðisaukaskattur
Miðvikudaginn 06. desember 1989


     Guðmundur H. Garðarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég tel að rétt sé, með tilliti til þess að allt sem hér er sagt og gert er skrásett, að það komi fram að áhugi stjórnarliða fyrir þessu frv. er ekki meiri en svo að þeir eru ekki viðstaddir, hvorki til þess að hlusta á umræður né greiða atkvæði um framgang frv.
    Það lýsir nokkuð áhuga og einnig því hvernig stjórnarliðar standa að frv. Það er vitað og alþjóð veit að þessi ríkisstjórn hefur ekki öruggan stuðning á bak við frv. og það sem hér er að gerast í kvöld undirstrikar það enn frekar. Ég held að það sé rétt að fjölmiðlarnir skýri þjóðinni frá því að áhugi stjórnarliða fyrir framgangi frv. er raunverulega enginn. Þeir geta ekki einu sinni mætt til að gegna þeim skyldustörfum sínum að fjalla um frv. né greiða því atkvæði.