Tilhögun þingfunda
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Um störfin í hv. deild í dag vill forseti geta þess að hér verður fundur til kl. 4 þegar þingflokkafundir hefjast. Síðan verður fundi fram haldið kl. 6 og mun væntanlega standa til kl. 7 og þá er stefnt að því að reyna að hafa kvöldfund sem mundi þá hefjast kl. 9. En á þessum fundi nú verður tekið til við fyrstu fjögur málin og þau rædd svo lengi sem tími leyfir og stefnir forseti að því að reyna að hafa atkvæðagreiðslur um þau mál sem umræðu verður lokið um fyrir þingflokkafundi kl. 4.
    Á kvöldfundi yrði þá væntanlega til umræðu bifreiðagjald, stjfrv., og þau tvö frumvörp um umhverfismál sem á dagskrá fundarins eru í dag.