Fréttaviðtal við forseta sameinaðs þings
Þriðjudaginn 19. desember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Ég vil benda hv. 1. þm. Suðurl. á eins og þegar hefur verið sagt að hér eru tveir menn á mælendaskrá fram að fundarhléi, en ég skrái hér með hv. 1. þm. Suðurl. eftir hlé. ( ÞP: Ég óska eftir að fá orðið fyrir hlé.) Þá hlýtur forseti að verða að leggja það undir dóm þingsins. Hafa menn raunverulegan áhuga á þessu hléi eða ekki? ( GHG: Gott. Láttu greiða atkvæði um það.) Þessu getur ekki haldið áfram á þennan hátt, það er alveg ljóst. ( ÞP: Ég hef óskað þessa m.a. vegna ummæla forseta.) Ég skal verða við ósk hv. 1. þm. Suðurl. en vænti þess svo að síðan verði gefið umrætt hlé sem hv. 1. þm. Norðurl. v. bað um.