Framhaldsfundir Alþingis
Mánudaginn 22. janúar 1990


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Hinn 10. janúar sl. var gefið út svohljóðandi forsetabréf:

    ,,Forseti Íslands gerir kunnugt:
    Ég hef ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfundar mánudaginn 22. janúar 1980, kl. 14.00.

Gert í Reykjavík 10. janúar 1990.

Vigdís Finnbogadóttir.

        
        Steingrímur Hermannsson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.``

    Samkvæmt þessu bréfi hefjast nú framhaldsfundir Alþingis á nýju ári. Hæstv. forseta, hv. alþingismönnum og starfsmönnum þingsins vil ég óska gleðilegs og góðs nýs árs og þakka fyrir gamla árið. Ég býð menn alla velkomna til þingstarfa og lýsi þeirri von minni að störf okkar megi reynast voru landi til blessunar.