Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Nú vil ég upplýsa að hálftími sá sem leyfður hafði verið til þessarar umræðu er nú þegar liðinn, en ég mun gefa orðið hv. 14. þm. Reykv. og síðan hæstv. forsrh. en síðan hlýtur þessari umræðu að ljúka. (Gripið fram í.) Í lögum um þingsköp segir að umræða af þessu tagi skuli ekki taka meira en hálftíma. Forsetar hafa stundum verið rýmilegir. Við skulum sjá hvort ekki er hægt að komast að samkomulagi um það.