Stjórnarráð Íslands
Þriðjudaginn 06. febrúar 1990


     Kristín Einarsdóttir:
    Virðulegi forseti. Það eru kvennalistakonum mikil vonbrigði að geta ekki greitt stofnun umhverfisráðuneytis atkvæði sitt hér á Alþingi, svo mjög sem þær hafa borið það mál fyrir brjósti. Þær telja þá afgreiðslu sem stjórnarflokkarnir vilja þröngva fram lýsa fullkomnu ábyrgðarleysi og vanvirðu við málefnið. Kvennalistakonur vilja koma á fót raunverulegu umhverfisráðuneyti þar sem verkefni og ábyrgð haldast í hendur. Við viljum ekki bregða fæti fyrir frv. með því að greiða atkvæði gegn því en lýsum andúð okkar á ábyrgðarlausum vinnubrögðum stjórnarflokkanna með því að sitja hjá við þessa afgreiðslu. Ég greiði því ekki atkvæði.