Opinber mötuneyti
Fimmtudaginn 08. febrúar 1990


     Salome Þorkelsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Þar sem þannig háttaði til að ég var í forföllum forseta hér í forsetastóli þegar hv. 16. þm. Reykv. lauk máli sínu og kom með tillögu eins og atkvæðagreiðslan hljóðaði upp á eftir að ég hafði látið spyrjast fyrir hvað væri eðlilegt að gera. Það var álit starfsmanna hér að það væri álitamál hvort þessi tillaga ætti að fara til fjvn. og bent á að sennilega væri heppilegra að hún færi til félmn. Það er auðvitað alltaf matsatriði og fjvn. hefði þá ansi margt á sinni könnu ef öllum tillögum sem varða að einhverju leyti fjármál, sem oftast er nú, yrði vísað þangað. Þess vegna benti ég hv. þm. á að sennilega væri eðlilegra að vísa þessari till. til félmn.
    Ég vildi aðeins láta þetta koma fram án þess að ég sé nokkuð að setja mig á móti því ef hv. þm. vill breyta þessari afstöðu sinni.