Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég geri athugasemdir við ummæli hv. 14. þm. Reykv. að ég hafi komið þeirri skriðu af stað að kalla þurfi til fundar alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ég fór að vísu nokkuð ítarlega í uppbyggingu samvinnufélaganna af því tilefni sem hafði gefist, bæði varðandi ummæli hæstv. viðskrh. og spurningu hv. 1. þm. Reykv. Ég held hins vegar að umræðu um efnisatriði í þeim smáatriðum sem hv. 14. þm. Reykv. ræðir um verðum við að geyma til ítarlegri umræðu um samvinnuhreyfinguna sem ég vona að við fáum tækifæri til að viðhafa hér á Alþingi.