Hönnunarkostnaður við Þjóðleikhúsið
Fimmtudaginn 08. mars 1990


     Fyrirspyrjandi (Ásgeir Hannes Eiríksson):
    Virðulegi forseti. Ég spyr menntmrh. um hönnunarkostnað við Þjóðleikhúsið. Spurningin hljóðar svo:
    ,,Hver er hönnunarkostnaður við fyrirhugaðar viðgerðir og breytingar á Þjóðleikhúsinu miðað við 1. febr. 1990 og hvernig skiptist hann á milli einstakra hönnuða og ráðgjafa?``
    Þessar spurningar vöknuðu hjá mér þegar ég fékk í hendur þessa bók sem ég held hér á og er sennilega milli 4 og 5 kg að þyngd. Lái mér hver sem vill að hafa brugðið nokkuð við þetta lesmál, enda er ég vanur að handleika pylsubréf. Það hefði kannski mátt spyrja aukaspurningar: Hvað kostaði að gefa þessi bók út? Í bókina vantar nafn útgefanda og það kemur ekki fram hvar hún er prentuð þó að ákvæði séu í prentlögum um að svo skuli vera. En við útkomu þessarar bókar kviknuðu þessar spurningar hjá mér sem ég leita nú svara við hjá hæstv. menntmrh.