Tilhögun þingfunda
Þriðjudaginn 13. mars 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess um þinghald þessa viku að í samráði við formenn þingflokka er að því stefnt að hér geti orðið kvöldfundur annað kvöld og að fundur verði í deildinni á föstudag nk. og að hann hefjist kl. 10 árdegis.
    Varðandi 3. dagskrármálið, sem tekið verður á dagskrá hér á eftir, er óljóst hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram um málið að lokinni umræðu hér í dag. Það eru talsverðar fjarvistir í deildinni og margar óskir hafa komið fram um það að atkvæðagreiðsla fari ekki fram í dag og mun forseti athuga það eftir því sem á umræðuna líður hvort ástæða er til þess að hafa atkvæðagreiðslu þá í upphafi fundar á morgun kl. 2.