Ábyrgðadeild fiskeldislána
Miðvikudaginn 14. mars 1990


     Sighvatur Björgvinsson:
    Virðulegi forseti. Ég held það sé mjög æskilegt að fram komi hér á Alþingi að allir þingmenn Sjálfstfl. sem viðstaddir eru atkvæðagreiðsluna skuli greiða atkvæði með því að auka ábyrgð ríkisins á afkomu atvinnureksturs í eigu einstaklinga og lengja það tímabil sem sú ábyrgð er veitt og ríkissjóður og skattborgarar taki við hlutverki viðskiptabanka. Það er mjög ákjósanlegt, herra forseti, að þetta skuli vera staðfest með nafnakalli. Ég greiði ekki atkvæði.