Sementsverksmiðja ríkisins
Föstudaginn 23. mars 1990


     Eiður Guðnason:
    Herra forseti. Ég ætla ekki að segja mörg orð. Ég hygg að þegar ræður okkar hv. 4. þm. Vestf. eru lesnar í samhengi muni þær báðar skiljast. En ég vil andmæla því sem hann sagði og lýsa alveg öndverðri skoðun, nefnilega að forseti Sþ. hafi staðið rétt að verki í gær. Ég hygg að svo hafi verið og vil láta þá skoðun mína koma fram.