Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Ég vil taka fullt tillit til þess að forseti hefur óskað eftir því að menn stytti mál sitt vegna þess að hér er hátíð í kvöld. En mér finnst furðulegt þegar hv. 2. þm. Austurl. situr hér og hlustar á umræðu, stendur svo upp undir lokin og setur inn sprengjur getsaka af illkvittni, fyrst og fremst með það að markmiði að lengja hér umræður. Ég lagði hér einfaldar spurningar fyrir. Ég hef ekki fengið svör við þeim en tel mig eiga fullan rétt á því, hvaða skoðanir sem hv. 2. þm. Austurl. hefur á þeim málum.